Fréttir

Kosningaúrslit - nýtt nemendaráð kosið

Kosningar í nemendaráð FSU fóru fram í liðinni viku. Kosningarnar voru spennandi og margir í framboði um hvert embætti. Kosningar fóru svona: Formaður Nemendaráðs: Þórunn Ösp Jónasdóttir Varaformaður: Elísabet Davísdóttir Gjaldkeri: Matthías Bjarnason
Lesa meira

Högni í Hjaltalín, Zumba og DJ Snorri á Regnbogadögum

Regnbogadögum lauk nú í vikunni. Á mánudag kom tónlistarmaðurinn Högni Egilsson og spjallaði við nemendur um lífið og tilveruna um leið og hann spilaði fyrir nemendur á flygil skólans. Högni talaði opinskátt um sjálfan sig, veikindi sín og tónlistina sína. Salurinn var troðfullur af áhugasömum nemendum, en Högni er vel þekktur tónlistarmaður verandi meðlimur í hljómsveitunum Hjaltalín og Gus Gus. Regnbogadögum var svo lokað með hressilegu Zumba á þriðjudeginum undir stjórn Silju Þorsteinsdóttur, dans- og íþróttakennara. Húsið nötraði svo í hádeginu þegar DJ Snorri Ástráðs þeytti skífur fyrir nemendur í miðrýminu.
Lesa meira

Opið hús þriðjudaginn 4. apríl

FSu verður með opið hús þriðjudaginn 4. apríl kl. 16:30-18:30 þar sem námsframboð við skólann verður kynnt. 10. bekkingar og forráðamenn eru sérstaklega velkomnir. Opnar smiðjur í verknámi og listnámi. Kór skólans syngur nokkur lög og heitt verður á könnunni. Sjáumst í FSu!
Lesa meira

Söngur og umhverfismál á gulum Regnbogadegi

Í dag var gulur regnbogadagur og í skólann komu fulltrúar ungra umhverfissinna til að kynna samtökin. Einnig mættu þær Kolbrún Lilja Guðnadóttir og Karítas Harpa Davíðsdóttir og sungu nokkur lög fyrir nemendur og starfsfólk. Kolbrún og Karítas eru fyrrum nemendur við FSu. Góð stemning á gulum degi.
Lesa meira

Ráðherra í heimsókn á Regnbogadögum

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, nýr ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar, ræddi við nemendur á rauðum regnbogadegi í dag, fimmtudag.
Lesa meira

Fyrirlestur á Regnbogadögum um hatursorðræðu

Sema Erla Serdar hélt fyrirlestur á Regnbogadögum í dag, miðvikudag. Aðalumræðuefnið var hatursorðræða.
Lesa meira

Regnbogadagar hefjast

Á morgun hefjast árlegir Regnbogadagar. Yfirskrift dagana er „Fögnum fjölbreytileikanum“ og er markmið þeirra að vekja athygli nemenda og starfsfólks á hugmyndum um jafnrétti og mannréttindi og hvetja til umræðna um mismunandi málaflokka sem falla þar undir.
Lesa meira

Háskóladagurinn í FSu

Háskóladagurinn verður með kynningu í Fjölbrautaskóla Suðurlands miðvikudaginn 29. mars frá kl. 10:10 til 12:00. Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt, sem telur yfir 500 námsleiðir, og námsráðgjafar verða á staðnum. Langar þig í háskólanám? Ef svarið er já, þá viltu ekki missa af þessu einstaka tækifæri. Allir velkomnir!
Lesa meira

Eftirminnileg ferð til Barcelona

Þann 8. mars lögðu átta nemendur úr SPÆN2DD05 af stað til Barcelona til þess að svala þorsta sínum um spænska menningu, tveir farastjórar fylgdu þessum nemendum
Lesa meira

Vísnakvöld kórs FSu

Þann 23. mars kl. 20 mun kór Fjölbrautaskóla Suðurlands halda létta tónleika og skemmtikvöld í sal skólans.
Lesa meira