Högni í Hjaltalín, Zumba og DJ Snorri á Regnbogadögum

Regnbogadögum lauk nú í vikunni. Á mánudag kom tónlistarmaðurinn Högni Egilsson og spjallaði við nemendur um lífið og tilveruna um leið og hann spilaði fyrir nemendur á flygil skólans. Högni talaði opinskátt um sjálfan sig, veikindi sín og tónlistina sína. Salurinn var troðfullur af áhugasömum nemendum, en Högni er vel þekktur tónlistarmaður verandi meðlimur í hljómsveitunum Hjaltalín og Gus Gus.
Regnbogadögum var svo lokað með hressilegu Zumba á þriðjudeginum undir stjórn Silju Þorsteinsdóttur, dans- og íþróttakennara. Húsið nötraði svo í hádeginu þegar DJ Snorri Ástráðs þeytti skífur fyrir nemendur í miðrýminu.