Fréttir

Fúkyrði flugu og fúlmenni lifnuðu við

Nemendur og kennarar úr Njáluáfanganum fóru á Njáluslóðir á dögunum ásamt sögukennaranum Lárusi Bragasyni. Áð var á helstu sögustöðum þar sem nemendur léku og túlkuðu atburði bókarinnar með glensi og innlifun.
Lesa meira

Eðlur heimsækja skólann

Skólinn fylltist af grænum eðlum í dag. Þar voru á ferð dimmitantar, nemendur sem stefna á að ljúka námi á vorönn. Eðlurnar voru systur og bræður Pascal, eðlu, sem birtist í teiknimyndinni Tangled. Eðlurnar stigu dans og sungu fyrir nemendur og starfsfólk. Því næst gæddu þeir sér á kjötsúpu með starfsfólki og héldu svo út í óvissuferð.
Lesa meira

Tilþrif í strútabolta

Nemendur í Braga skelltu sér í strútabolta i lok annar ásamt kennurum sínum í boði Skólans í okkar höndum. Tilþrifin voru stórfengleg eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Fleiri myndir má skoða á fésbókarsíðu skólans.
Lesa meira

Góðir gestir

Vikuna 24 til 30 apríl voru góðir gestir í heimsókn í FSu; 29 nemendur og kennarar á vegum Erasmus+ verkefnisins "Refugees".
Lesa meira

Af jöklaferð

25. apríl s.l. gengu nokkrir vaskir nemendur, ásamt kennurum á Eyjafjallajökul. Dagurinn var tekinn snemma og keyrt austur að Seljavallalaug þar sem gangan hófst. Förinni var heitið upp á topp jökulsins sem er í 1666m hæð.
Lesa meira

Kórinn fer á flakk

Kór Fsu er nýkomin heim úr velheppnaðri Dublinarferð. Góð og skemmtileg stemming ríkir í hópnum og allir í feikna söngformi. Í fyrra heimsótti kórinn Dvalarheimilið á Selfossi en vill nú gera enn betur og var því ákveðið að taka rúntinn 2. Maí og heimsækja Hveragerði, Selfoss, Hellu og Hvolsvöll og koma við öllum dvalarheimilum er við finnum á þessari leið og syngja fyrir heimilsfólkið. Kórinn mun syngja nokkur lög á hverjum stað og taka síðan nokkur fjöldasöngslög með öllum.
Lesa meira

Málstofa nemenda á sjúkraliðabraut

Miðvikudaginn 3.mai 2017 munu útskriftanemar af sjúkraliðabraut skólans kynna lokaverkefni sín. Þetta eru 10 verkefni um hin ýmsu efni sem tengjast sjúkraliðanáminu. Málstofan hefst kl. 09.30 – 11.00 í stofu 3 í Iðu, íþróttahúsi FSU. Veitingar í boði, að lokinni málstofu. Allir velkomnir.
Lesa meira

Leiklistarnemendur FSu sýna tvö leikverk í Þjóðleik

Nemendur í leiklistaráföngum í FSu sýna tvö verk á leiklistarhátíðinni Þjóðleikur í Hveragerði helgina 21.-23. apríl. Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni. Verkefnið er haldið að frumkvæði Þjóðleikhússins í góðu samstarfi við menningarráð, skóla, leikfélög og fjölda annarra aðila. Viðurkennd leikskáld eru fengin til að skrifa krefjandi og spennandi verk fyrir 13-20 ára leikara sem svo eru sett upp í hinum ýmsu byggðum landsins. Í hverjum landshluta fer fram lokahátíð að vori þar sem allar sýningarnar eru sýndar.
Lesa meira

Páskafrí í FSu

Páskaleyfi í FSu verður frá 8.apríl til 19. apríl. Kennsla hefst aftur eftir leyfi miðvikudaginn 19. apríl kl. 8.15. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 8. apríl og opnar aftur kl. 9.00 þriðjudaginn 18. apríl. Gleðilega páska
Lesa meira