Góðir gestir

Á myndinni má sjá þátttakendur í heimsókn í Hörpunni með nokkrum nemendum og kennurum úr FSu
Á myndinni má sjá þátttakendur í heimsókn í Hörpunni með nokkrum nemendum og kennurum úr FSu

Vikuna 24 til 30 apríl voru góðir gestir í heimsókn í FSu, 29 nemendur og kennarar á vegum Erasmus+ verkefnisins "Refugees".
Þeir komu frá 6 skólum, tveimur skólum í Grikklandi, öðrum frá Lesbos og hinum frá Kryoneri sem er skammt frá Aþenu, einum skóla frá Gaeta á Ítalíu, frá Prag í Tékklandi, úr háskóla í Dresden Þýskalandi og öðrum háskóla í Riga í Lettlandi. Viðfangsefni fundarins var að mynda tengsl á milli kennara og nemenda skólanna og vinna að verkefnum sem tengjast flóttamannastraumnum til Evrópu, orsökum, afleiðingum og hvað hægt er að gera til að auðvelda flóttafólki lífið. Næsti vinnufundur verður á Lesbos í Grikklandi næsta haust.