Fréttir

Útskrift frá hestabraut FSu

Jónína Baldursdóttir, Arney Ólöf Arnardóttir og Stefán Tor Leifsson settu upp hvítu húfurnar síðastliðinn laugardag eftir að hafa orðið stúdentar af hestalínu við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þessi efnilegu hestamenn eiga framtíðina fyrir sér í greininni en stefna í ólíkar áttir. Jónína hefur sett stefnuna á nám í dýralækningum, en Arney og Stefán stefna bæði á framhaldsnám í hestamennsku við Háskólann á Hólum, og að starfa við tamningar og reiðkennslu í framtíðinni. Þessi flotti hópur á það sameiginlegt að hafa óbilandi áhuga á hestum og allt sem viðkemur hestamennskunni. Þau hafa stundað sína hestamennsku af ótrúlegri eljusemi og metnaði, samhliða námi.
Lesa meira

Kristín er dúx FSu

Kristín Ólafsdóttir er dúx FSu á vorönn 2021. 101 nemandi brautskráðist laugardaginn 22. maí, í óhefðbundinni brautskráningu. Vegna samkomutakmarkana var brottfarendum skipt niður í tvo hópa og tvær athafnir fóru fram kl. 11 og kl. 13:30. Báðum athöfnum var streymt á netinu.
Lesa meira

Brautskráning vorannar - 22. maí

Brautskráning vorannar fer fram í tvennu lagi laugardaginn 22. maí. Sjá hlekki á útsendingu í fréttinni. Fyrri hluti verður kl. 11:00 og sá seinni kl. 13:30
Lesa meira

Viðburðaríkur vetur í Fab Lab

Fab Lab áfangar hafa nú verið kenndir við FSu í nokkur misseri, bæði á 2. og 3. hæfnisþrepi. Fab Lab kemur af ensku orðunum Fabrication Laboratory, eins konar framleiðslu tilraunastofa eða smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Þar gefst einstakt tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni
Lesa meira

R+J=Ást

Nemendur í leiklist frumsýndu í liðinni viku verkið R+J=Ást í litla leikhúsinu við Sigtún. Verkið byggir á sögu Shakespeare um Rómeó og Júlíu, en sögusvið, tími og persónur hafa tekið miklum beytingum.
Lesa meira