R+J=Ást

Rúrí leikin af Svölu Norðdahl og Júlía leikin af Sirrý Fjólu Þórarinsdóttur.
Rúrí leikin af Svölu Norðdahl og Júlía leikin af Sirrý Fjólu Þórarinsdóttur.

Nemendur í leiklist frumsýndu í liðinni viku verkið R+J=Ást í litla leikhúsinu við Sigtún. Verkið byggir á sögu Shakespeare um Rómeó og Júlíu, en sögusvið, tími og persónur hafa tekið miklum beytingum. Verkið gerist í á Suðurlandi árið 1989 þar sem Rúrí erfingi Emmmessís og Júlía Kjörís fella hugi saman á busaballi FSu, en örlögin hafa ekki gert ráð fyrir að sú ást fái að blómstra. Nemendur unnu verkið í hópavinnu og unnu með senur í spuna. Kennarinn leikstýrði, límdi saman og skrifaði viðbætur.

Um nokkurt skeið leit út fyrir að ekki yrði hægt að sýna vegna aðstæðna, en með elju,seiglu og úthaldi nemenda tókst að lokum að klára verkið. Þau voru að vonum stolt þegar sýningu lauk, enda gríðarlega mikil vinna sem liggur að baki uppsetningar.  

Verkefnið var unnið í samstarfi við Leikfélag Selfoss sem útvegaði húsnæði og aðstoð við leikmynd, búninga, ljós og hljóð.