Fréttir

Garðyrkjunámskeið fyrir almenning vor 2024

Við Garðyrkjuskólann hefur löngum starfað öflug endurmenntunardeild sem boðið hefur upp á námskeið bæði fyrir fagfólk í garðyrkju og allan almenning. Þetta starf heldur áfram með sama hætti þó yfirstjórn skólans hafi flutt yfir til Fjölbrautaskóla Suðurlands. Alltaf fjölgar þeim sem hafa áhuga á að rækta í kringum sig, hvort sem það eru pottaplöntur inni í hýbýlum, matjurtir á svölunum, ávextir í gróðurhúsinu eða skógrækt í sumarbústaðalandinu. Við Garðyrkjuskólann starfa reynslumiklir sérfræðingar sem þekkja íslenskt ræktunarumhverfi í þaula og eru tilbúnir að miðla þekkingu sinni. Námskeiðin á þessari önn eru kynnt á síðu Endurmenntunar Græna geirans. Þar má finna nánari lýsingu á því sem verður í boði. https://www.fsu.is/is/namid/gardyrkjuskolinn-reykjum/gardyrkjuskolinn-namskeid
Lesa meira

NÚ ER AÐ SJÁ HVERNIG ÞEIR STANDA SIG

Nú þegar Evrópumót karlalandsliða í handbolta er hafið og spennan að magnast er ekki úr vegi að draga fram þá lykilleikmenn liðsins sem stundað hafa nám við FSu. Það er líka bæði fróðlegt og gaman og fullyrða má að enginn framhaldsskóli landsins geti tengt sig við svo marga hæfileikamenn í sama liðinu.
Lesa meira

GETTU BETUR BYRJAR AFTUR

Þegar við sleppum hendinni af jólahátíðinni og fæðingu frelsarans - kveðjum Grýlu, Leppalúða og jólasveinana þrettán - hringir GETTU BETUR þátttaka FSu inn. Það er alltaf fagnaðarefni og ákveðinn vorboði. Frammistaða nemenda í fyrra er mjög eftirminnileg því þá endaði skólinn í 2. sæti eftir jafna keppni við MR í úrslitum 34 - 24. Þá skipuðu skólaliðið Ásrún Aldís Hreinsdóttir, Elín Karlsdóttir og Heimir Árni Erlendsson. Nú hefur Ásrún útskrifast og kvatt skólann í bili og Valgeir Gestur Eysteinsson er kominn í hennar stað.
Lesa meira

Rafrænar töflubreytingar á vorönn 2024

Rafrænar töflubreytingar á vorönn 2024
Lesa meira