Fréttir

Menningarferð frönskunemenda

Föstudaginn 8. febrúar fóru 13 frönskunemendur í FSu ásamt kennurum sínum Hrefnu Clausen og Örlygi Karlssyni með litlum langferðabíl frá Guðmundi Tyrfingssyni í menningarferð til Reykjavíkur.
Lesa meira

Fjör á Kátum dögum

Í liðinni viku voru Kátir dagar í FSu, en þá er hefðbundið skólastarf brotið upp með ýmsum hætti. Skólinn iðaði af lífi þar sem fjölmörg námskeið og viðburðir voru í boði. Meðal annars má nefna kökuskreytinganámskeið, Flamenco dans, brjóstsykursgerð, hnútanámskeið og Zumba kennsla.
Lesa meira

NFL sigraði Flóafár

Flóafár var haldið í dag, föstudag, en þá keppa lið nemenda í þrautum sem starfsfólk hefur útbúið.
Lesa meira

Frábær sigur FSu í Gettu betur

Lið FSu sigraði lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ í áttaliða úrslitum Gettu betur á föstudag. Eftir hraðaspurningar voru liðin jöfn, en FSu átti frábæran sprett og sigraði að lokum með yfirburðum með 37 stigum gegn 22.
Lesa meira

Kátir dagar og Flóafár

Miðvikudaginn 20. febrúar halda Kátir dagar innreið sína í FSu. Frá klukkan 10:30 þann dag verður skólastarfið brotið upp með ýmsum uppákomum á vegum nemenda, svo sem fyrirlestrum, námskeiðum, keppni í ýmsum greinum og afþreyingu af ýmsu tagi.
Lesa meira

Æft af kappi fyrir Gettu betur

Gettu betur lið FSu hefur æft af kappi undarfarnar vikur, en liðið mætir liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ í sjónvarpssal föstudaginn 15. Febrúar kl. 20 í beinni útsendingu á RÚV.
Lesa meira

Dansað gegn ofbeldi í Iðu

Hin árlega dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi – Milljarður rís fer fram í íþróttahúsinu IÐU þann 14. febrúar næstkomandi milli kl.12:15-13. Það er í fyrsta sinn sem þessi viðburður er haldinn á Selfossi.
Lesa meira

Nemendur á ferð í Slóvakíu

Í vikunni 28. janúar til 2. febrúar fór hópur með 6 nemendum og tveimur kennurum í námsferð til Slóvakíu. Evrópskur Erasmus-styrkur gerði það þessum hópi kleift að kanna nýtt land og nýja menningu sem er Íslendingum annars frekar óþekkt.
Lesa meira

Formaður Félags framhaldsskólakennara í heimsókn

Guðriður Arnardóttir, formaður Félags framhaldskólakennara,heimsótti skólann í liðinni viku og fundaði með kennurum. Með henni í för var Ingibjörg Karlsdóttir, sérfræðingur í vinnumati.
Lesa meira