Fjör á Kátum dögum

Manntaflið var á sínum stað á Kátum dögum.
Manntaflið var á sínum stað á Kátum dögum.

Í liðinni viku voru Kátir dagar í FSu, en þá er hefðbundið skólastarf brotið upp með ýmsum hætti. Skólinn iðaði af lífi þar sem fjölmörg námskeið og viðburðir voru í boði.  Meðal annars má nefna kökuskreytinganámskeið, Flamenco dans, brjóstsykursgerð, hnútanámskeið og Zumba kennsla. Einnig var ljóðaflutningur, fyrirlestrar um heilbrigt mataræði, jákvæð samskipti, fótboltamenn og fornar hetjur svo eitthvað sé nefnt.

Hið hefðbundna manntafl var á sínum stað, hestamót, körfuboltakeppni og fótboltamót. Að lokum var keppni milli nemenda og kennara í íþróttum í Iðu.