Kátir dagar og Flóafár

Miðvikudaginn 20. febrúar halda Kátir dagar innreið sína í FSu.

Frá klukkan 10:30 þann dag verður skólastarfið brotið upp með ýmsum uppákomum á vegum nemenda, svo sem fyrirlestrum, námskeiðum, keppni í ýmsum greinum og afþreyingu af ýmsu tagi. 

Kátir dagar standa líka allan fimmtudaginn en á föstudag tekur við hið rómaða Flóafár þar sem lið nemenda keppa í fjölmörgum þrautum sem starfsfólk útbýr. Dagskráin er hér

Góða skemmtun.