Frábær sigur FSu í Gettu betur

Gettu betur lið FSu í sjónvarpssal RÚV á föstudag, þau Guðný Von Jóhannesdóttir, Sólmundur Sigurðsso…
Gettu betur lið FSu í sjónvarpssal RÚV á föstudag, þau Guðný Von Jóhannesdóttir, Sólmundur Sigurðsson og Svavar Daðason.

Lið FSu sigraði lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ í áttaliða úrslitum Gettu betur á föstudag. Eftir hraðaspurningar voru liðin jöfn, en FSu átti frábæran sprett og sigrði að lokum með yfirburðum með 37 stigum gegn 22.

FSu er því komið áfram í undanúrslit ásamt liðum Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans á Akureyri.