Fréttir

Mannréttindafræðsla á sérnámsbraut

Á þessari haustönn hafa nemendur á sérnámsbraut fengið mannréttindafræðslu. Nýlega var uppgjör á áfanganum og þá valdi hver og einn nemandi þau réttindi sem honum fannst mikilvægust og skrifaði á miða. Miðana límdu nemendur svo á hendur sem þeir höfðu teiknað eftir sinni eigin og sést afraksturinn á meðfylgjandi mynd. Hendurnar voru að sjálfsögðu í öllum litum í stíl við fjölbreytileikann í lífinu.
Lesa meira

Gettu betur hefst í janúar

Línur eru farnar að skýrast varðandi Gettu betur á næsta ári. Mikil óvissa var um það hvort keppnin myndi fara fram á næsta ári, en RÚV gaf út tilkynningu s.l. föstudag þess efnis að halda ætti keppnina með hefðbundnu sniði, en þó með fyrirvara um breytingar vegna Covid.
Lesa meira