Kvöldskóli á vorönn

Á vorönn 2021 verður boðið upp á nám í húsasmíði, rafvirkjun og tækniteinkun í FSu sem kennt verður á kvöldtíma ef næg þátttaka fæst. Námið er hugsað fyrir þá sem misst hafa vinnuna og eru á skrá hjá Vinnumálastofnun, hafa ekki komast að í dagskóla fram til þessa eða hafa áhuga en hafa ekki getað verið í námi á dagtíma. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 20 ára eða eldri.

Fyrirkomulag námsins verður, að kennt verður 4 daga í viku í u.þ.b. 3 klst. í senn, frá kl. 16:20-19:30 mán. – fim. og 4 tíma á laugardagsmorgnum. Nánara fyrirkomulag um kennsluna mun liggja fyrir þegar umsóknir fara að berast. Verkleg aðstaða fyrir þessar þrjár námsgreinar er með því besta sem gerist og munu nemendur því fá fullkomna aðstöðu til námsins. Vel menntaðir kennarar eru við skólann í þessum námsgreinum sem eru tilbúnir í verkefnið.

Kennslan í kvöldskólanum verður eingöngu í fagtengdum áföngunum sem tilheyra brautunum, 23 einingar í húsasmíði, 21 eining í rafvirkjun og 21-25 einingar í tækniteiknun.

Á haustdögum voru samþykkt lög frá Alþingi um að fólk á bótum mætti vera í fullu námi á vorönn ´21 án þess að atvinnuleysisbætur væru skertar. Þetta svigrúm gefur verðandi nemendum tækifæri á að vera í fullu námi á sama tíma og vera á bótum.

Opnað hefur verður fyrir umsóknir í kvöldskólann á heimasíðu FSu. Sjá hnapp á forsíðunni sem er merktur Sækja um í kvöldskóla.

Innritunargjald verður 6.000 kr. og við það bætist einingagjald (2.500 kr. fyrir hverja einingu). 

Við teljum þessa nýbreytni vera mikla framför fyrir fólk á Suðurlandi og vonum við að vel verði tekið í hana með góðri aðsókn. Til að hægt verði að fara af stað með námið þarf a.m.k. 12 nemendur í hverja námsgrein.

Verið velkomin í kvöldskóla FSu.