Kennsla til loka haustannar

Kennslan til loka annarinnar verður með svipuðu fyrirkomulagi og verið hefur síðustu vikur. Þegar samkomubannið er 25 nemendur í hóp en sami hópur má ekki fara á milli hólfa eða blandast öðrum hópi gengur skólastarfið ekki upp þrátt fyrir góðan ásetning og mikinn vilja. Sú opnun sem talað hefur verið um í fjölmiðlum er hreinlega ekki nægilega mikil til að við getum breytt einhverju í skólastarfinu. Það eina sem breytist er að verknámið kennir núna aftur í fullum hópum og starfsbrautin getur mætt meira í skólann, hvorutveggja með ströngum skilyrðum. Þá hafa einstaka hópar á öðrum brautum mætt í staka tíma.

Próftafla haustannar hefur verið birt á heimasíðu skólans. Staðprófum hefur verið fækkað eins og hægt er en nokkur próf verða þó í skólanum. Þá geta nemendur í flestum tilfellum sloppið við lokapróf með því að ná tilteknum námsárangri á önninni.