Skemmtileg leiklistarhátíð

Mynd úr verkinu Sofðu unga ástin mín eftir Petrúnellu Kristjánsdóttur. Leikarar Sigurður Randver Ben…
Mynd úr verkinu Sofðu unga ástin mín eftir Petrúnellu Kristjánsdóttur. Leikarar Sigurður Randver Benediktsson og Sölvi Scheving Pálsson (hendi).

Nemendur í leiklist og nemendur í íslenskuáfanga í skapandi skrifum héldu í liðinni viku uppskeru- og leiklistarhátíð þar sem sýnd voru 10 stuttverk. Um er að ræða samstarfsverkefni íslenskuáfanga í skapandi skrifum og leiklistaráfanga á 1. og 2. þrepi undir stjórn Guðfinnu Gunnarsdóttur og Jóns Özurar Snorrasonar. Nemendur í skapandi skrifum bjuggu til stuttverk sem nemendur í leiklit fengu svo í hendur til að útfæra og æfa. Sýnt var á ýmsum stöðum í skólanum og ferðuðust áhorfendur með hópunum til að horfa. Meðal annars var sýnt í Gryfjunni, kjallara, bókasafni og kennslustofum. áhorfendur skemmtu sér konunglega og gaman fyrir höfundana að sjá verkin sín lifna við.  Fleiri myndir frá hátíðinni má finna á fésbókarsíðu skólans.