Vefur FSu í efsta sæti yfir vefi framhaldsskóla

Listi yfir vefi skólastofnana og einkunnir fyrir einstaka liði.
Listi yfir vefi skólastofnana og einkunnir fyrir einstaka liði.

Annað hvert  ár er gerð úttekt á opinberum vefjum ríkisstofnana og sveitafélaga með tilliti til innihalds, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislegrar þátttöku.  Nýlega var kynnt niðurstaða fyrir úttekt 2017 og þar er vefur FSu í 31 sæti yfir alla vefi og í efsta sæti yfir vefi framhaldsskóla  með 90  stig af 100 mögulegum. Til að ná hærra þyrfti að vera talgervill á síðunni og þýðing á nokkur tungumál á öllu efni vefsins.  

Nánari upplýsingar um þessa úttekt má finna á: https://www.stjornarradid.is/verkefni/upplysingasamfelagid/opinberir-vefir/uttektir-a opinberum-vefjum/