Áhugavert verkefni í vélvirkjun

Nemendur teiknuðu og hönnuðu sérstakt vinnuborð fyrir slípiherbergi.
Nemendur teiknuðu og hönnuðu sérstakt vinnuborð fyrir slípiherbergi.

Nemendur í vélvirkjun voru nú á dögunum að vinna að áhugaverðu verkefni en það snérist um að hanna og teikna sérstakt vinnuborð með afsogi fyrir slípiherbergi í verksal. Notast var við þrívíddar teikniforritið Inventor, en Inventor er gríðarlega öflugt teikniforrit sem notað er af stærstu fyrirtækjum landsins. Eftir að borðið var teiknað þá var búinn til dxf skjal og það sent á fyrirtækið Set þar sem borðplatan og trektin voru skorin út í vatnskurðarvél. Nemendur fengu þar með að upplifa hvernig nútímaferli á hönnun og smíði er framkvæmt. Eftir skurðinn þá var trítlað yfir í Vélsmiðju suðurlands með efnið og það beygt í beygjuvélinni þar. Þetta er eitt af fjölmörgum spennandi verkefnum sem nemendur í vélvirkjun hafa verið að takast á við. Kennari er Borgþór Helgason.