Landsliðsmaður heimsækir handboltaakademíu

Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, heimsótti nemendur í handboltaakademíunni.
Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, heimsótti nemendur í handboltaakademíunni.

Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, er nýkominn heim af Evrópumeistaramótinu í Króatíu með íslenska landsliðinu í handbolta. Hann kíkti á akademíuæfingu í Iðu í gær og fylgdist með krökkunum á skotæfingu. Stelpurnar skoruðu svo á hann í vítakeppni, en Ómar er ein af vítaskyttum landsliðsins og var ein öruggasta vítaskyttan á síðasta heimsmeistaramóti. Þess má geta að stelpurnar unnu vítakeppnina! Ómar er að sjálfsögðu Selfyssingur í húð og hár og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands og við Handknattleiksakademíu FSu.