Nám í golfakademíu FSu fer vel af stað

Nemandi á tækniæfingu í golfakademíu FSu.
Nemandi á tækniæfingu í golfakademíu FSu.

Golfakademía FSu fer mjög vel af stað, en um er að ræða nýja akademíu við FSu sem hófst nú á haustönn. Tíu nemendur stunda nám í golfi 4 sinnum í viku þar sem farið yfir helstu þætti golfsins, tækni, venjulegt spil á velli og golfreglur. Að auki stunda nemendur styrktar- og liðleikaæfingar í Kraftbrennslunni. 

Nemendur er mjög spenntir og finnst frábært að mæta á æfingu og vinna í sinni íþrótt á skólatíma. 

Aðstaða til kennslu er til fyrirmyndar, en nemendur æfa sig á golfvelli Golfklúbbs Selfoss. Þar eru 9 holur, gott æfingarsvæði í fallegu umhverfi og ný innanhúsæfingaraðstaða. Kennarar í golfaakademíu eru Hlynur Geir Hjartarson, PGA golfkennari og Ástmundur Sigmarsson.