Fyrirkomulag kennslu dagana 14.- 25. september

Kennsla nýnema verður áfram í staðkennslu í öllum tímum. Allir þurfa að vera með grímu í skólanum.

Eldri nemendur mæta í ALLA tvöfalda tíma með grímur eins og aðrir.

 

Sú breyting verður einnig að nemendur verknáms munu fylgja stundaskrá sinni eins og hún birtist í Innu.

Nemendur sérnámsbrautar munu, enn sem komið er, fylgja því plani sem hefur verið í gildi síðustu vikur.


Kennarar senda nemendum skilaboð um ef eitthvað annað form verður í stöku áföngum.Ef gerðar verða tilslakanir fyrr að hálfu sóttvarnaryfirvalda verður að sjálfsögðu tekið tillit til þeirra.

Ítrekað er mikilvægi þess að fylgja öllum reglum, handþvottur er mikilvægastur, spritta hendur þess á milli og nota grímur.
Nemendur þurfa að virða hólfaskiptingu í skólanum.

 

Frá og með 9. september er grímuskylda í skólanum.