Fjallgöngur í Fjölbraut

Það er alltaf fjör í fjallgönguáföngum.
Það er alltaf fjör í fjallgönguáföngum.

Á þessari önn vill svo til að tveir mismunandi fjallgönguáfangar eru kenndir. Annar áfanginn hefur nú þegar lokið sínum göngum, einni göngu á Ingólfsfjall og annari þar sem gengið var yfir Fimmvörðuháls. Hinn áfanginn fer í nokkrar stuttar fjallgöngur. Búið er að ganga á Mosfell í Grímsnesi og að Kambagati fyrir ofan Hveragerði. Næst verður gengið á Ingólfsfjall frá Alviðru og þar á eftir á Hátind í Grafningi.  Að lokum verður svo gengið um Reykjadal og Ölkelduháls.