Skólafundur

Umræður á skólafundi fara fram í blönduðum hópum.
Umræður á skólafundi fara fram í blönduðum hópum.

Árlegur skólafundur FSu var haldinn þriðjudaginn 21. nóvember síðastliðinn. Þetta er samráðsfundur alls starfsfólks skólans, kennara, nemenda og annarra starfsmanna. Að þessu sinni einbeittu fundargestir sér að því að skoða þrjú atriði varðandi skólastarfið. Þau voru: félagslíf nemenda, aðbúnaður fyrir nemendur í breyttu skólaumhverfi og aðlögun kennsluaðferða í samræmi við nýja tækni. Margar hugmyndir komu fram á þessum fundi og er unnið að úrvinnslu gagna til að nýta beint inn í áfamhaldandi starf.