Verktækni við byggingar skoðuð

Hópurinn skoðaði vinnusvæði hjá JÁ verk fyrir byggingu fyrir eldri borgara á Suðurlandi.
Hópurinn skoðaði vinnusvæði hjá JÁ verk fyrir byggingu fyrir eldri borgara á Suðurlandi.

Nemendur í áfanganum verktækni grunnnáms, sem eru nemar sem eru að leggja af stað í nám tengt bygginga- og mannvirkjagreinum heimsóttu Ella og félaga í JÁ Verk, þar sem þeir voru að slá upp mótum og fleira tengt byggingu íbúða fyrir eldri borgara á Suðurlandi.  Nemendur fengu að sjá hvernig gengið er frá mótum, slegið undir loftaplötu, fylgjast með uppslætti á stiga, hvernig gengið er frá verkpöllum og gönguleiðum. Nemendur fengu upplýsingar um mikilvægi hjálma við vinnu, og sáu hversu allar gönguleiðir voru hreinar og opnar. Takk Elli og félagar í JÁ verk fyrir að leyfa okkur að kíkja í heimsókn.