Kór FSu auglýsir eftir söngvurum
Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands auglýsir eftir fleiri söngvurum!
Reynsluboltar sem reynslulaus eru velkomin á æfingu á þriðjudag 26. ágúst kl. 15:30 í sal skólans. Einnig má hafa samband við stjórnanda kórsins, Stefán Þorleifsson, stebbi@fsu.is.
Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands var stofnaður að frumkvæði áhugasamra nemenda árið 1983. Hann starfaði til 2016 en lagðist í dvala þar til Stefán Þorleifsson tók við sem stjórnandi kórsins haustið 2022.
Undir stjórn Stefáns hefur verið lögð meiri áhersla á rytmíska tónlist heldur en hefðbundna kórtónlist. Dugur og hugrekki hefur einkennt starf kórsins. Þessi nýja nálgun kórsöngs hefur skapað kórnum ákveðna sérstöðu meðal framhaldsskólakóra á Íslandi. Stefán hefur unnið virkilega gott starf undanfarin ár og kórinn er svo sannarlega að festa sig í sessi á ný.
Hér má lesa meira um kór skólans.
Kynningarmyndband kórs FSu vorið 2025: