Haustannarlok og upphaf vorannar

Miðvikudaginn 19. desember, er prófsýning kl.12.30 -14.00. Nemendur eru hvattir til að hitta kennara, skoða prófin sín og sækja verkefni. Inna opnar kl. 09:00 sama dag og þá geta nemendur skoðað einkunnir sínar þar. Inna verður lokuð þeim sem eiga útistandandi gjöld á haustönn.

Föstudaginn 21. desember er brautskráning sem hefst kl.14. Gestum er boðið upp á kaffi og meðlæti eftir athöfn.

Opnunartímar skrifstofu milli jóla og nýárs:

fimmtudagur 27. desember, kl. 10-13.

föstudagur 28. desember, kl.10-13.

Skrifstofa skólans opnar á nýju ári miðvikudaginn 2. janúar kl. 10.

Inna opnar kl. 9:00 föstudaginn 4. Janúar opnað verður fyrir rafrænar töflubreytingar klukkan 10:00. Þær verða opnar til klukkan 13:00

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl.8.15 mánudaginn 7. janúar.