Fréttir

Skemmtileg gjöf frá fyrrum nemanda

Skólanum barst nýlega skemmtileg gjöf frá Svíþjóð. Þar var á ferðinni doktorsritgerð Jóns Þorkels Einarssonar, en Jón Þorkell útskrifaðist frá FSu á haustönn 1995 af eðlisfræði- og náttúrufræðibrautum.
Lesa meira

Þrískólafundur í Reykjanesbæ

Fjölbrautaskóli Suðurlands tekur þátt í svokölluðu þrískólasamstarfi með Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Samstarfið felur í sér samráð bæði milli stjórnenda og starfsfólks skólanna þriggja, þar sem skólarnir eiga ýmislegt sameiginlegt varðandi námsframboð og starfsumhverfi.
Lesa meira

Menningarferð frönskunemenda

Föstudaginn 26. janúar sl. fóru 20 frönskunemendur frá FSu ásamt Hrefnu Clausen frönskukennara í menningarferð til Reykjavíkur í langferðabíl frá Guðmundi Tyrfingssyni. Á suðurleiðinni æfðu nemendur sig í frönsku með því að látast vera frönskumælandi ferðamenn á ferð um Suðurland. Ekki var slegið slöku við námið og unnu nemendur sleitulaust að lausn verkefna svo kennari mátti hafa sig allan við að koma þeim út úr rútunni þegar til höfuðstaðarins var komið, þvílíkt var kappið við lausn verkefna.
Lesa meira

Bjargráður í heimsókn

Læknanemarnir Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir og Arnar Guðmundsson heimsóttu nemendur í ERGÓ áföngum og héldu örnámskeið í skyndihjálp og endurlífgun.
Lesa meira

Ferð nokkurra kennara og skólameistara á BETT sýninguna í London 24 – 27. janúar.

Á hverju ári er haldin tæknisýning/ráðstefna í London þar sem helstu nýjungar í skólakerfinu, bæði tæknilegar og fræðilegar, eru tíundaðar fyrir fróðleiksþyrsta kennara og skólastjórnendur. Í lok janúar fóru fjórir starfsmenn FSu á Bett, skólameistari, fjármálastjóri og tveir kennarar.
Lesa meira

Svartklæddar konur

Konur í FSu klæddust svörtu miðvikudaginn 31. janúar til stuðnings #metoo-byltingunni.
Lesa meira

Matarboð í matreiðsluáfanga

Nemendur í matreiðslu, MATR1VB05 fengu gesti í mat í vikunni. Nemendur buðu upp á baunarétt og heimabakaðar tortillur. Í liðinni viku voru nemendur með þorrablót. Fjölbreytni í matargerð er í fyrirrúmi í áfanganum, en í honum er lögð áhersla á kynningu á ólíkum matreiðsluaðferðum.
Lesa meira

Listaverkagjöf

Nemendur vinna margt fallegt og skemmtilegt í myndlistartímum. Á dögunum varð til þessi skemmtilega mynd af Önnu Sigurveigu Ólafsdóttur á hestbaki á hestinum sínum henni Golu. Listamaðurinn er skólabróðir hennar, Pétur Gabríel Gústavsson. Hann afhenti henni gjöfina við hátíðlega athöfn í myndlistarstofunni. Á myndinni má sjá listamanninn ásamt Önnu Sigurveigu og Kötlu Sif Ægisdóttur, skólasystur þeirra.
Lesa meira

Landsliðsmaður heimsækir handboltaakademíu

Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, er nýkominn heim af Evrópumeistaramótinu í Króatíu með íslenska landsliðinu í handbolta. Hann kíkti á akademíuæfingu í Iðu í gær og fylgdist með krökkunum á skotæfingu.
Lesa meira

Nemendur í ensku gáfu ferðasöfnunarfé í sjóðinn góða

Nokkrir nemendur í áfanganum „English in real life“ fóru á haustönn í námsferð til Englands ásamt kennara sínum, Ingunni Helgadóttur og kennaranum Kristjönu Hrund Bárðardóttur. Markmið áfangans var að nemendur fái að vinna með hagnýta ensku, hvernig á að fylla út umsóknir, sækja um vinnu og allt sem tengist því að ferðast til enskumælandi lands og fleira.
Lesa meira