Þrískólafundur í Reykjanesbæ

Fjölbrautaskóli Suðurlands tekur þátt í svokölluðu þrískólasamstarfi með Fjölbrautaskólanum á Suðurn…
Fjölbrautaskóli Suðurlands tekur þátt í svokölluðu þrískólasamstarfi með Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Starfsfólk skólanna funduðu í vikunni.

Fjölbrautaskóli Suðurlands tekur þátt í svokölluðu þrískólasamstarfi með Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Samstarfið felur í sér samráð bæði milli stjórnenda og starfsfólks skólanna þriggja, þar sem skólarnir eiga ýmislegt sameiginlegt varðandi námsframboð og starfsumhverfi.

Á fimmtudag var felld niður kennsla en þá hittist starfsfólk skólanna þriggja í FS í Reykjanesbæ. Dagurinn var nýttur til fundahalda, en fyrir hádegi voru fyrirlestrar frá fulltrúum skólanna þriggja. Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir, íslenskukennari í FSu fjallaði um leiðsagnarmat, Þröstur Þór Ólafsson, kennari við FVA fjallaði um rannsókn sína á aðsókn í verknám eftir landssvæðum og Ægir Karl Ægisson, áfangastjóri FS fjallaði um þróun úttektar á falli í áföngum. Því næst hélt Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík  fyrirlestur um liðsheild. Eftir hádegismat skipti hópurinn sér niður í smærri einingar og völdu menn sér umræðuhópa eftir kennslugreinum. Var mál manna að vel hefði tekist til og gott og gagnlegt fyrir starfsfólk skólanna að bera saman bækur sínar og ræða um skólastarfið.