Bjargráður í heimsókn

Nemendur í Ergó fengu fræðslu um endurlífgun.
Nemendur í Ergó fengu fræðslu um endurlífgun.

Læknanemarnir Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir og Arnar Einarsson heimsóttu nemendur í ERGÓ áföngum og héldu örnámskeið í skyndihjálp og endurlífgun.  Læknanemar koma reglulega í heimsókn í skólann með námskeið á vegum Bjargráðs, félags læknanema. Aðalmarkmið félagsins er að efla skyndihjálparkunnáttu. Í því skyni fer félagið í grunn- og framhaldsskóla til þess að kenna undirstöðurnar í skyndihjálp.