Rithöfundur í heimsókn

Árni Blandon, kennari, Arnar Már og Gísli SKúlason, íslenskukennari.
Árni Blandon, kennari, Arnar Már og Gísli SKúlason, íslenskukennari.

Arnar Már Arngrímsson rithöfundur heimsótti FSu þriðjudaginn 6. nóvember. Hann spjallaði við þrjá námshópa í íslenskuáfanganum Mál og ritun sem höfðu nýlokið við að lesa Sölvasögu unglings, en fyrir þá sögu hlaut Arnar sem kunnugt er bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Nemendur í Skapandi skrifum fengu einnig að hlýða á höfundinn og fræðast um leyndardóma sköpunarinnar. Heimsóknin mæltist vel fyrir. Arnar Már upplýsti meðal annars í trúnaði að í aðalpersónunni Sölva væru ýmsir þræðir sem finna mætti í honum sjálfum. Svo er framhald sögunnar að koma út á nú fyrir jólin, Sölvasaga Daníelssonar.