Sumarið er komið í Garðyrkjuskólanum

Opið hús verður í dag, sumardaginn fyrsta, á Reykjum. Nemendur Garðyrkjuskólans taka á móti gestum kl 10-17. Mikið verður um dýrðir og veðurspáin gæti ekki verið betri. Nemendur eru með til sölu sína eigin framleiðslu, einnig hafa þau notið ómældrar velvildar grænmetis- og blómaframleiðenda svo hægt verður að njóta þess helsta sem íslensk garðyrkja hefur uppá að bjóða.

Vorboðinn blað nemenda er komið út og verður hægt að nálgast eintak á Reykjum í dag. Blaðið er einnig aðgengilegt í rafrænni útgáfu hér: https://www.fsu.is/static/files/Reykir/vorbodinn2023.pdf  

Vonumst til að sjá sem flesta á Reykjum í dag