MIKILVÆGI ÞVERFAGLEGRA SAMSKIPTA Í NÁMI

Þverfagleg samskipti milli ólíkra eða líkra námsgreina færast í aukana í framhaldsskólum. Enda er hvatt til þess í opinberri námskrá að finna flöt á slíku samstarfi. Víða má finna þetta samstarf í kennslu FSu eins og í verknámi þar sem tré, vél og rafvirkjun vinna vel sama og í íslensku þar sem skapandi skrif og leiklist eiga virka samleið. Leiðirnar eru margar að öflugum og þverfaglegum samskiptum en það sem mestu máli skiptir er að sveigjanleiki sé til staðar í kerfinu til skapa jarðveg fyrir slíku samstarfi.

Í þessum efnum urðu svokölluð vistaskipti hjá sjúkraliðanemun og hárgreiðslunemum þriðjudaginn 12. október síðastliðinn þegar nemendur Elínborgar ÖRNU Árnadóttur kennara á hárgreiðslubraut tóku á móti sjúkraliðanemum Írísar Þórðardóttur kennara á sjúkraliðabraut og kenndu þeim að setja rúllur i hár og sýndu hvernig greitt væri úr. Þetta vakti mikla ánægju og gleði sjúkraliðanema sem voru að læra að þvo hár í rúmi í síðustu viku og guldu samstarfið með því að kenna hárgreiðslunemum allt um líkamsbeitingu, persónulegt heinlæti og það að huga að eigin heilsu. Þverfagleg samskipti í stóru sem smáu eru áhugaverð og nauðsynleg tilbreyting fyrir kennara og nemendur.

jöz.