Sveinspróf í vélvirkjun

Tólf nemendur tóku sveinspróf í vélvirkjun í Hamri.
Tólf nemendur tóku sveinspróf í vélvirkjun í Hamri.

Sveinspróf í vélvirkjun var haldið í fyrsta sinn í 20 ár hér í FSu. Vélvirkjun eða mechanical engineering er í heildina 6 anna nám sem byrjar með grunndeild málmiðna sem er fjórar annir og  svo eru tvær annir í vélvirkjun. Eftir skóla þá tekur við 18 mánaða vinna í faginu og þá fyrst er nemandinn klár í sveinspróf. Sveinsprófinu er skipt upp í nokkra hluta. Fyrst er skriflegt próf úr öllu námsefni annanna á undan. Því næst er prófað í smíðastykkjum, bilanagreiningu, slitmælingu og suðu. Um 70 þátttakendur tóku sveinspróf á landsvísu og 12 þeirra tóku prófið hér í nýju aðstöðunni í Hamri í FSu. Höfðu nemendur á orði að aðstaðan væri framúrskarandi. Þess má geta að margir nemendur voru einnig búnir með stúdentspróf enda er hægt að taka það samhliða vélvirkjun.