Lesvél á fsu.is

Vefur skólans er í stöðugri þróun og uppfærslu. Nú hefur svokölluð lesvél verið virkjuð á vefnum. Lesvélin gerir notendum kleift að hlusta á efni og greinar á vefnum. Jafnframt er hægt að stækka og breyta leturgerð, fletta orðum upp í orðabók og láta vélina þýða einstök orð. Eina sem þarf að gera er að smella á frétt eða grein og þá birtist hnappur þar sem hægt er að velja að hlusta. Allt efni vefsins er þannig aðgengilegt að PDF skrám undanskyldum.