Vegna COVID – 19 eða (kórónaveirunnar)

Lýst hefur verið yfir óvissustigi á landinu vegna COVID- 19. Nemendur, aðstandendur og starfsmenn eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningar á vef landlæknisembættisins. https://www.landlaeknir.is/koronaveira/thad-sem-thu-tharft-ad-vita/

Neyðarstjórn FSu hefur verið virkjuð. Þar sitja stjórnendur, ritari, öryggisfulltrúi, kerfisstjóri, hjúkrunarfræðingur og fjölmiðlafulltrúi. Frekari upplýsingum verður komið til starfsmanna, nemenda og aðstandenda þegar þurfa þykir.