Abbalabbar í ævintýrum

Björgvin, Elín og Sverrir hjálpast að við að hengja upp auglýsingu Abbalabba
Björgvin, Elín og Sverrir hjálpast að við að hengja upp auglýsingu Abbalabba


Það er alltaf ákveðin eftirvænting í lofti þegar ferðanefnd Abbalabba,  gönguklúbbs starfsmanna FSu, setur upp auglýsingu fyrir væntanlega göngu sumarsins.   Á myndinni eru Elín K. Guðbrandsdóttir, Abbalabbi númer 1,  Björgvin E. Björgvinsson, eiginmaður auglýsingahönnuðarins Helgu Sighvatsdóttur  og Sverrir G. Ingibjartsson, einn af fjórum ferðanefndarmönnum Abbalabba þetta ár.   Í sumar er stefnan tekin á Hornstrandir, nánar tiltekið til Reykja(r)fjarðar.    Nú  á að gera aðra tilraun til að komast þangað en sumarið 2013  lentu Abbalabbar í brælu og komust aldrei á leiðarenda.   

 
Gönguleið Abbalabba sumarið 2020