SKAPANDI SAMSTARF MYNDLISTAR OG HÚSASMÍÐA

Nemendur FSu í grafískri hönnun hafa síðastliðnar vikur stundað nám í veggspjaldagerð. Eins og svo oft fékk myndlistardeildin til liðs við sig aðra deild innan FSu og í þetta sinn var samstarfið við húsasmíðabraut skólans. Þemað var VINNUSTAÐAMENNING og undirflokkar voru meðal annars öryggismál, einelti, hópsamskipti, fagmennska og sorpflokkun.

Við vinnslu veggspjaldanna beittu nemendur ýmsum brögðum sem kennd hafa verið í leturmeðferð og myndmáli en kröftugt myndmál getur oft á tíðum orðið enn sterkara með öflugri fyrirsögn. Þá var áhersla á að skilaboðin væru skýr, einföld og hvert veggspjald myndi aðeins beina sjónum skoðenda að einu ákveðnu áhersluatriði.

Að lokinni hugmynda- og skissuvinnu var nemendum í sjálfsvald sett hvort lokaafurðin yrði unnin alfarið í höndum eða í tölvu eða í blandi beggja en margir nemendanna hafa nú þegar góðan grunn í grafískum forritum sem þeir hafa lært í einstökum áföngum skólans eins og grafískri miðlun og fablab. Ætlunin er að veggspjöldin skreyti um leið og þau verða til áminningar í húsakynnum húsamíðarbrautarinnar í framtíðinni. Nú er þau til sýnis á neðstu hæð Odda og verða þar næstu tvær vikur.

Kennarar sem komu að þessu samstarfsverkefni verkefninu voru Ágústa Ragnarsdóttir myndlistakennari og Lárus Gestsson húsasmíðakennari.

ár / jöz