Innritun í kvöldskóla - pípulagnir og rafvirkjun
28.10.2025
Ekki verður tekið við nýjum nemendum í kvöldnám í pípulögnum og rafvirkjun á vorönn.
Stefnt er að því innrita hópa í þessum greinum næsta haust og munum við birta nánari upplýsingar um innritun þegar nær dregur.
Við þökkum kærlega fyrir þann mikla áhuga sem hefur verið á kvöldnámi í þessum greinum og hvetjum áhugasama til að fylgjast með heimasíðu skólans og samfélagsmiðlum okkar í vor fyrir frekari upplýsingar.







