ELDBORG UNDIR GEITAHLÍÐ OG TRÖLLABÖRN VIÐ LÖGBERG
Vettvangsferðir eru nauðsynlegur hluti af jarðfræðinámi. Þá fá nemendur að upplifa og sjá þau jarðfræðifyrirbæri sem fjallað eru um í kennslustundum og í kennslubók. Jarðfræðiferð á Reykjanesskagann er kjörinn vettvangur til þess. Þann 17. október 2025 fóru jarðfræðinemar í FSu ásamt kennara sínum Ólafi Einarssyni vestur á Reykjanesskaga í rannsóknarferð en voru um leið. Nemendur leiðsögumenn í ferðinni og höfðu undirbúið tölu um sum þeirra jarðfræðifyrirbæra sem voru skoðuð.
Veðrið þennan dag var þokkalegt, þokuslæðingur og logn. Fyrsti viðkomustaður var jaðar Þjórsárhrauns við Eyrarbakka og þaðan var haldið í vesturátt sem leið lá eftir Suðurstrandavegi. Á leiðinni voru skoðuð hin ýmsu hraun sem vegurinn sker. Gengið var á Eldborg undir Geitahlíð sem lúrir þar lítt áberandi. Margir sem aka Suðurstrandaveginn taka ekki eftir þessum fallega gíg en aðrir telja hann þann fallegasta á sunnanverðu landinu. ´
Síðan var ekið inn með fjallinu Slögu í nágrenni Ísólfsskála og gengið að nýja hrauninu í Nátthaga. Mikil upplifun var að koma að því þar sem enn rýkur gufa og sérlega fróðlegt að skoða hraunmyndanirnar. Það vakti einnig undrun að finna mosa sem var byrjaður að vaxa í glufum í hrauninu. Ótrúlegt að mosinn skuli vera byrjaður að nema land í hrauninu sem rann árið 2021. Því næst voru heimsóttir nokkrir staðir í landi Krýsuvíkur þar á meðal Grænavatn og hverasvæðið Seltúni. Þaðan var farin Krýsuvíkurleið og um Hafnarfjörð, Breiðholt og inn á Suðurlandsveg.
Síðustu viðkomustaðirnir voru Tröllabörn við Lögberg sem eru friðuð hraundrýli og fáir taka eftir þegar Suðurlandsvegurinn er ekinn í flýti. Við Bláfjallaafleggjarann voru þátttakendur fræddir um Þríhnjúkagíg. Að enduðum góðum degi var haldið heimleiðis eftir fróðlega og vel heppnaða ferð.
óei / jöz







