ALLIR KENNARAR ERU MÓÐURMÁLSKENNARAR
Í tilefni af degi íslenskrar tungu er ástæða til að minnast skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar (1807 – 1845) sem fæddist 16. nóvember. Dagurinn er helgaður honum og íslenskri tungu. Þó að Jónas væri að formi til náttúrufræðingur var hann að efni til skáld og svo gott skáld að fáum er jafnað við hann. Í raun óf hann saman í bundnu og óbundnu máli skilningi sínum á náttúru Íslands og tungumálinu. En þrátt fyrir að Jónas næði því tæplega að verða 38 ára gamall skildi hann eftir sig ómetanlegan arf sem við deilum frá kynslóð til kynslóðar. Og nú er komið að okkur að muna Jónas og nýta táknmynd hans sem skapandi afl í kennslu og temja okkur þá hugsun að allir kennarar eru móðurmálskennarar. Með það í huga skal vitnað til kvæðis hans ÁSTA:
Ástkæra, ylhýra málið
og allri rödd fegra!
blíð sem að barni kvað móðir
á brjósti svanhvítu;
móðurmálið mitt góða,
hið mjúka og ríka,
orð áttu enn eins og forðum
mér yndið að veita.
jöz.







