„Allt fyrir ástina” heiðursverkefni 2025
24.11.2025
Verkefnið "Allt fyrir ástina" hlaut í dag viðurkenningu Félags sérkennara á Íslandi sem heiðursverkefni ársins 2025. Kennararnir Eva Dögg Jafetsdóttir og Halldóra Björk Guðmundsdóttir eiga heiðurinn af verkefninu.
Allt fyrir ástina er áfangi sem Eva Dögg og Halldóra Björk bjuggu til og kenna á sérnámsbraut skólans. Áfanganum er ætlað að fræða nemendur um allt það sem viðkemur ástinni og á að styðja nemendurna við að: taka ígrundaðar ákvarðanir, auka sjálfstæði, spyrja spurninga og hlusta, láta skoðanir sínar í ljós og vera meðvituð þegar kemur að ástinni.
Viðurkenningin er staðfesting á því metnaðarfulla og fjölbreytta starfi sem er unnið innan skólans.








