HVER ER VAMPÍRA OG HVER EKKI?
09.12.2025
Nemendur í leiklistaráfanga FSu sýndu nýlega lokaverkefni sitt í litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Lokaverkefnið snerist um að æfa, greina og leika leikverk. Fyrir valinu varð leikritið Blóðsystur eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson og unglingadeild Leikfélags Kópavogs. Verkið fjallar um ástina, vampírur, nunnur og hver vill ekki ganga í klaustur? Hvað gerði Sigurður vampírubani í klaustrinu? Hvað varð um systur Guðlaugu? Hver er í raun og veru vampíra og hver ekki?
Hópurinn vann verkefnið í samstarfi við Leikfélag Selfoss. Slíkt samstarf er ómetanlegt fyrir nemendur og bætir miklu við þá stóru lærdómsreynslu að setja upp leikrit með öllu því sem því ferli fylgir. Kennari og leikstjóri var heiðurskonan Guðfinna Gunnarsdóttir.
gg / jöz







