Vegleg gjöf til skólans
18.09.2025
Mánudaginn 15. september komu Anný Björk Guðmundsdóttir og Karl Johan Karlsson færandi hendi fyrir hönd heildsölunnar Johans Rönning. Þau gáfu skólanum raflagnaefni frá BERKER til að nota í kennslu á rafiðnbraut. Verðmæti gjafarinnar er rúmlega ein milljón. Skólameistari veitti efninu viðtöku og vaskir rafiðnnemendur fóru létt með að bera raflagnaefnið inn í hús. Við erum afskaplega þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem mun nýtast skólanum vel.