AFBURÐA ÁRANGUR Í VERKNÁMI

Fyrrverandi húsasmíðanemandi í FSu Jakob Hinriksson en nú fullgildur sveinn í faginu var einn þeirra sem tók sveinspróf í júní síðastliðinn. Afhending sveinsbréfa fór hins vegar fram þriðjudaginn 16. september síðastliðinn á Hótel Nordica í Reykjavík. Jakob gerði sér lítið fyrir og fékk 9,5 í meðaleinkunn og 9,7 í verklegu prófi sem er afburða árangur. Var honum að auki veitt viðurkenning fyrir hæstu einkunn á sveinsprófi í húsasmíði yfir allt landið. Á ljósmyndinni sem fylgir þessari frétt er Jakob glæsilegi maðurinn með slaufuna. Innilegar hamingjuóskir frá skólanum : - )

lg / jöz