Fréttir

EINIR KOMA ÞÁ AÐRIR FARA

Við upphaf hvers skólaárs verða alltaf mannaskipti í starfsliði FSu. Einir koma - þá aðrir fara eins og orðtakið segir enda er FSu fjölmennur og lifandi vinnustaður með um það bil eitt þúsund nemendur og starfsmenn.
Lesa meira

DÝRINDIS MORGUNVERÐARHLAÐBOÐ í FSu

Nemendur í áfanganum VBFM1VA12, verkleg- og bókleg færniþjálfun undirbjuggu morgunverðarhlaðborð undir vökulu auga Þóris Erlingssonar matreiðslumeistara og kennara.
Lesa meira

GLÆSILEGIR FULLTRÚAR FSu

Tveir fyrrum nemendur FSu hlutu á dögunum styrki úr Afreks- og hvatningasjóði Háskóla Íslands.
Lesa meira

Sveinspróf í skrúðgarðyrkju haustið 2024

Sveinspróf í skrúðgarðyrkju verður haldið 7.- 9. október í Garðyrkjuskólanum að Reykjum. Umsóknarfrestur 20.september 2024. Prófgjald Kr. 68.000. Skráning sendist í tölvupósti til agustae@fsu.is. Umsókn skal fylgja fullt nafn, kennitala og heimilisfang.
Lesa meira

Lifnar við á Reykjum

Veðrið lék við alla er starfsfólk Reykja tók á móti nýjum nemendum Garðyrkjuskólans í gær.
Lesa meira

FRÆÐSLA OG FJÖR Á NÝNEMADEGI

Hefð er fyrir því að halda svokallaðan nýnemdag haust hvert áður en hefðbundin kennsla hefst. Mánudaginn 19. ágúst mættu um 280 nýnemar til leiks í FSu og hafa aldrei verið fleiri. Dagskrá nýnemadagsins var þéttskipuð að venju en nemendur fóru á milli fjölmargra kynningarstöðva í sínum umsjónarhópum. Markmið þessara kynninga er að nýir nemendur eigi auðveldara með að átta sig á skólaumhverfinu, bæði í rafrænum og raunheimi, fyrstu kennsludagana.
Lesa meira

Stutt kynning skólameistara í upphafi annar

Haustið er runnið upp og fyrsti skóladagur annarinnar er á morgun, þriðjudag. Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá kl. 8:15. Nýr skólameistari mun kynna sig stuttlega fyrir nemendum í salnum kl. 8:10.
Lesa meira

Dagskrá nýnemadags, mánudaginn 19. ágúst

Dagskrá nýnemadags 8:30 – 8:45 Soffía skólameistari býður nýnema velkomna í miðrými.
Lesa meira

Rafrænar töflubreytingar á haustönn 2024

Rafrænar töflubreytingar á haustönn 2024
Lesa meira

Upphaf haustannar

Undirbúningur fyrir haustönn 2024 er í fullum gangi. Skrifstofan opnaði eftir sumarleyfi þann 7. ágúst og hægt og bítandi lifnar yfir skólanum er starfsmenn mæta í hús. 15. og 16. ágúst eru starfsdagar kennara. Mánudaginn 19. eru nýnemar boðnir velkomnir kl. 8:30. Þá opnar INNA fyrir alla nemendur og hægt verður að óska eftir töflubreytingum. Þriðjudaginn 20. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundarskrá kl. 8:15. Dagskrá nýnemadags verður send nýnemum og foreldrum þeirra í tölvupósti þegar hún liggur fyrir.
Lesa meira