Fréttir

KÁTIR DAGAR OG FLÓAFÁR FRAMUNDAN

Segja má að viðburðirnir KÁTIR DAGAR og FLÓAFÁR séu vorhátíð FSu sem tengja má við hækkandi sól og karnívalstemningu eða blót í lok þorra eða bros í byrjun góu. Á Kátum dögum er boðið upp á ýmis og fjölbreytileg námskeið en Flóafár er innbyrðis keppni nemenda í öllum þeim námsgreinum sem FSu býður upp á – og um leið er Flóafár skemmtun þar sem sköpunin og fjölbreytileikinn ræður ríkjum.
Lesa meira

MYNDLISTARSÝNINGIN MAÐUR OG EFNI

Myndlistarnemar FSu halda áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans. Það eru nemendur í framhaldsáföngum sem fá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum. Að þessu sinni eru það nemendur í áfanganum Maður og efni sem sýna í Listagjánni á Bókasafni Árborgar 23. feb. – 15. mars. Verkin eru unnin á haustönn 2023.
Lesa meira

HEIÐURSMAÐUR Í HEIMSÓKN

Einhvern tímann sagði einhver að óvæntar heimsóknir væru skemmtilegastar. Það sannaðist mánudaginn 12. febrúar síðastliðinn þegar Heimir Pálsson fyrsti skólameistari FSu kom í stutta heimsókn í skólann ásamt Örlygi Karlssyni sem sjálfur gegndi stöðu skólameistara og aðstoðarskólameistara um langan tíma. Heimir hafði þá fyrr um daginn haldið erindi í lestrarfélagi eldri borgara á Selfossi þar sem fjallað er um Íslendingasögur.
Lesa meira

HÁR UPPLYFTING Í SKAMMDEGINU

Nemendur í HÁRSNYRTI IÐN í FSu undir stjórn mentorsins Elínborgar Örnu Árnadóttur bjóða með reglubundnum hætti starfsfólki og nemendum skólans í hársnyrtingu, hárþvott og höfuðnudd. Óhætt er að segja að þetta lífgi upp á daglegt starf margra og auki fegurð þeirra. Nú var boðið upp á þessa þjónustu – sem jafnframt er kennsla – föstudaginn 9. febrúar.
Lesa meira

NÝSVEINAHÁTÍÐ Í HÖFUÐSTAÐNUM

Lárus Gestsson fagstjóri húsasmíðagreina í FSu „skrapp í höfuðstaðinn” eins og hann orðar það í færslu á samfélagsmiðli til að fylgja eftir nemanda skólans Guðmundi Þór Gíslasyni rafvirkja sem tók þar við verðlaunum. Meistari Guðmundar var Guðjón Guðmundsson frá Árvirkjanum á Selfossi.
Lesa meira

Garðyrkjunámskeið fyrir almenning vor 2024

Við Garðyrkjuskólann hefur löngum starfað öflug endurmenntunardeild sem boðið hefur upp á námskeið bæði fyrir fagfólk í garðyrkju og allan almenning. Þetta starf heldur áfram með sama hætti þó yfirstjórn skólans hafi flutt yfir til Fjölbrautaskóla Suðurlands. Alltaf fjölgar þeim sem hafa áhuga á að rækta í kringum sig, hvort sem það eru pottaplöntur inni í hýbýlum, matjurtir á svölunum, ávextir í gróðurhúsinu eða skógrækt í sumarbústaðalandinu. Við Garðyrkjuskólann starfa reynslumiklir sérfræðingar sem þekkja íslenskt ræktunarumhverfi í þaula og eru tilbúnir að miðla þekkingu sinni. Námskeiðin á þessari önn eru kynnt á síðu Endurmenntunar Græna geirans. Þar má finna nánari lýsingu á því sem verður í boði. https://www.fsu.is/is/namid/gardyrkjuskolinn-reykjum/gardyrkjuskolinn-namskeid
Lesa meira

NÚ ER AÐ SJÁ HVERNIG ÞEIR STANDA SIG

Nú þegar Evrópumót karlalandsliða í handbolta er hafið og spennan að magnast er ekki úr vegi að draga fram þá lykilleikmenn liðsins sem stundað hafa nám við FSu. Það er líka bæði fróðlegt og gaman og fullyrða má að enginn framhaldsskóli landsins geti tengt sig við svo marga hæfileikamenn í sama liðinu.
Lesa meira

GETTU BETUR BYRJAR AFTUR

Þegar við sleppum hendinni af jólahátíðinni og fæðingu frelsarans - kveðjum Grýlu, Leppalúða og jólasveinana þrettán - hringir GETTU BETUR þátttaka FSu inn. Það er alltaf fagnaðarefni og ákveðinn vorboði. Frammistaða nemenda í fyrra er mjög eftirminnileg því þá endaði skólinn í 2. sæti eftir jafna keppni við MR í úrslitum 34 - 24. Þá skipuðu skólaliðið Ásrún Aldís Hreinsdóttir, Elín Karlsdóttir og Heimir Árni Erlendsson. Nú hefur Ásrún útskrifast og kvatt skólann í bili og Valgeir Gestur Eysteinsson er kominn í hennar stað.
Lesa meira

Rafrænar töflubreytingar á vorönn 2024

Rafrænar töflubreytingar á vorönn 2024
Lesa meira

ÁLFRÚN DILJÁ KRISTÍNARDÓTTIR DÚX SCHOLAE

Brautskráningardagur í FSu markar alltaf tímamót og er hátíðisdagur í hugum okkar allra. Miðvikudaginn 20. desember útskrifuðust 62 nemendur af hinum fjölmörgu brautum skólans í bóknámi og verknámi eða samspili þessara tveggja. Í upphafi athafnar flutti kór skólans undir stjórn Stefáns Þorleifssonar tvö jólalög og nemandinn Sveinn Skúli Jónsson tróð upp með einsöng og heillandi framkomu um miðbik athafnar.
Lesa meira