Fréttir

VITLEYSA ER VIT

Í áfanganum ÍSLSE3YM05 er meðal annars fengist við MUNNMÆLI og þá hefð sem ritmálið sprettur af. Það er eitthvað sem við megum vera stolt af. Íslenskt ritmál verður til eftir 1120 þegar kaþólskir munkar rita á kálfskinn lög og máldaga og í kjölfarið varðveitast ljóð og sögur sem annars hefðu gleymst. Handritin sem við eigum eru ómetanleg verðmæti.
Lesa meira

ÉG LOFA – MEÐ GRÆNNI NÖGL

BARNAHEILL eru frjáls félagasamtök sem stofnuð voru árið 1989 með það markmið í huga að vinna að mannréttindum barna. Nú stendur BARNAHEILL fyrir vitundarvakningunni #ÉGLOFA sem er ákall til fullorðinna í samfélaginu um að leggja sitt af mörkum til að útrýma kynferðisofbeldi gegn börnum á Íslandi. Því miður er staðreyndin sú að alltof mörg börn eru beitt kynferðisofbeldi og alltof fá þeirra segja frá ofbeldinu.
Lesa meira

MENNINGARFERÐ TIL REYKJAVÍKUR

Bókvit eða ÍSLE2BV05 er skylduáfangi í íslensku á 2. þrepi til stúdentsprófs. Þar er fengist við bókmenntir miðalda eins og eddukvæði sem er elsti skáldskapur norrænna bókmennta og varðveittur á Íslandi í ómetanlegu handriti sem kallar Codex Regius á latínu en Konungsbók eddukvæða á íslensku. Auk eddukvæða er fyrsti hluti Snorra-Eddu lesin í áfanganum sem er annað ómetanlegt handrit samið og skrifað af Snorra Sturlusyni (1179 – 1241) einum helsta rithöfundi miðalda í Evrópu. Ef Íslendingar ættu ekki þessi verk vissu þeir harla lítið um norræna goðafræði og hinn heiðna sið.
Lesa meira

MÆTUM Á AÐALFUND HOLLVARÐASAMTAKANNA

Stjórn Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi boðar hér með til aðalfundar samtakanna árið 2025. Fundurinn verður haldinn í aðalbyggingu FSu - ODDA (stofu 201) miðvikudaginn 28. maí næstkomandi klukkan 16.00 að lokinni brautskráningu nemenda.
Lesa meira

Vel heppnaðir útgáfutónleikar kórs FSu

Kór Fjölbrautaskólans hélt útgáfutónleika í Skálholti sunnudaginn 4. maí. Þau fluttu þrjú lög sem kórinn gaf út á streymisveitum sama dag auk annarra laga. Kórinn gaf einnig út þrjú önnur lög sem tekin voru upp árið 2010.
Lesa meira

Sumri fagnað í Garðyrkjuskólanum

Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi að vanda með opnu húsi. Fjöldi gesta lagði leið sína í skólann í einmuna veðurblíðu og naut þess sem þar bar fyrir augu.
Lesa meira

VETTVANGSFERÐ TIL DANMERKUR

Nemendur dönskuáfanganum Bókmenntir og ferðalag (DANS3BF05) skruppu í vettvangsferð til Danmerkur dagana 23. til 27. apríl að skoða danskt skólahald og nám. Með þeim í för var dönskukennarinn Ida Lön og stærðfræðikennarinn Kristjana Sigríður Skúladóttir.
Lesa meira

Sumardagurinn fyrsti í Garðyrkjuskólanum

Samkvæmt venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum að Reykjum. Áratuga hefð er að opna staðinn fyrir gestum þennan dag og fagna sumarkomunni.  Að koma í sumarfötunum og gleðjast saman er löngu orðinn fastur liður hjá fjölda manns.
Lesa meira

Kennaranemar frá Kanada

Undanfarnar vikur hafa fimm kanadískir kennaranemar frá Nova Scotia verið í starfsnámi í Fsu. Nemendurnir voru hluti af 16 manna hóp sem stundaði starfsnám m.a. í Vallaskóla, Sunnulækjaskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka.
Lesa meira