Fréttir

NEMENDUR FSu VINNA AFREK Í RAFÍÞRÓTTUM

RAFÍÞRÓTTIR (e. esports) eru tiltölulega nýjar af nálinni en í þeim er keppt í tölvuleikjum. Oftast er um að ræða skipulagðar keppnir í fjölspilunarleikjum milli þátttakenda sem keppa ýmist sem einstaklingar eða lið. Að keppa í tölvuleikjum hefur lengi verið partur af tölvuleikjamenningunni og frá síðustu aldamótum hefur áhorf aukist mjög mikið í gegnum vaxandi og bætt netstreymi. Nú eru rafíþróttir orðnar stór þáttur í þróun og markaðssetningu tölvuleikja og taka margir leikjaframleiðendur beinan þátt í að setja upp og styrkja rafíþróttamót.
Lesa meira

SAMVINNA MILLI SKÓLASTIGA Í RAUNGREINUM

Nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands og Sunnulækjarskóla hafa í vetur unnið samstarfsverkefni sem kallast FSunnó. Verkefnið miðar að því að efla faglegt samstarf milli skólanna og kynna fyrir grunnskólanemendum þær raungreinar sem kenndar eru við FSu.
Lesa meira

NÝ STJÓRN NEMENDAFÉLAGS FSu

Mikilvægi félagsstarfs í framhaldsskólum má aldrei vanmeta þó engar einkunnir séu gefnar fyrir það. Drifkrafturinn í félagsstarfi byggir á áhuga og elju sem gefur af sér reynslu og þroska. Það er nefnilega viðurkennt að það sem gerist utan skólastofunnar og utan hefðbundins skólatíma skiptir miklu máli í menntun og þroska framhaldsskólanema.
Lesa meira

KÖRFUBOLTAHETJUR Í FSu

Sameiginlegt kvennalið Hamars í Hveragerði og Þórs í Þorlákshöfn tryggði sér sigur í 1. deild körfuboltans þriðjudagskvöldið 2. apríl síðastliðinn og þar með sæti í úrvalsdeild. Þær unnu Ármann í Laugardalshöll með 82 stigum gegn 72 og toppuðu um leið kvennaliði KR og Aþenu sem áttu sömu möguleika á að vinna deildina. Ellefu skráðir leikmenn liðsins stunda nám í FSu en það er: Anna Katrín Víðisdóttir, Diljá Ólafsdóttir, Elín Þórdís Pálsdóttir, Emma Hrönn Hákonardóttir, Eva Margrét Þráinsdóttir, Gígja Rut Gautadóttir, Helga María Janusdóttir, Hildur Gunnsteinsdóttir, Jóhanna Ágústsdóttir, Valdís Una Guðmannsdóttir      og Þóra Auðunsdóttir. Sannkallaðar afrekskonur í FSu. 
Lesa meira

MIKIL OG ÖFLUG ÞRÓUN Í NÁMSFRAMBOÐI FSu

OPIÐ HÚS fór fram í FSu þriðjudaginn 19. mars síðastliðinn en það er einkum sniðið að þeim sem vilja hefja nám við skólann eða kynna sér starfsemi hans. Fín mæting og fín virkni gesta sem dreifðu sér um húsakynni Odda og Hamars þar sem kennarar og námsráðgjafar upplýstu um námsleiðir, línur og brautir skólans
Lesa meira

Garðyrkjuverðlaunin í 20 ár

Í áratugi hefur sumrinu verið fagnað í Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta. Í ár verður engin breyting þar á og búið er að skipuleggja hátíðarhöld þann 25. apríl n.k. Árið 2004 var stofnað til Garðyrkjuverðlaunanna þar sem skólinn hefur heiðrað aðila inna garðyrkjufagsins. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, heiðursverðlaun garðyrkjunnar, frumkvöðull ársins og verknámsstaður ársins. Í ár verður engin breyting á þessu og búið er að senda út boð um tilnefningar til verðlaunanna. Á myndinni má sjá fyrstu handhafa heiðursverðlaunanna þau Óla Val Hansson, Hólmfríði A. Sigurðardóttur og Jón H. Björnsson ásamt fleirum.
Lesa meira

Opið hús 19. mars

Opið hús í FSu þriðjudaginn 19. mars KL. 16:30-18:00 Bjóðum 10. bekkinga og forráðamenn þeirra sérstaklega velkomna og fá svör við ýmsum spurningum sem upp koma þegar verið er að ígrunda framhaldsskólanám. Kynnt verður fjölbreytt námsframboð skólans, bæði bóknám og iðn- og starfsnám.
Lesa meira

KÓRFERÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR

Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands gerði sér ferð til Kaupmannahafnar í vetrarfríinu eftir miðjan febrúar síðastliðinn. Hátt í 30 meðlimir kórsins komu með og þess má geta að þetta er fyrsta ferð kórsins út fyrir landsteinana eftir endurvakningu hans að frumkvæði Stefáns Þorleifssonar kórstjóra.
Lesa meira

KÁTÍNAN OG FÁRIÐ Í HVERSDEGINUM

KÁTIR DAGAR og FLÓAFÁR voru haldnir í síðustu viku febrúar í FSu og fyrstu viku marsmánaðar og tókust sérlega vel að þessu sinni. Skipulag var gott og sköpun enn betri enda mikið lagt í það af starfsfólki skólans og nemendum. Þátttaka var til sóma og mikið líf í gula húsinu við Tryggvagötu frá miðvikudegi til föstudags í síðustu viku.
Lesa meira

Blómaskreytingar og brúðkaup

Nú í apríl kemur sænski kennarinn og blómahönnuðurinn Heidi Mikkonen-Jacobsson til landsins og verður með spennandi námskeið fyrir blómaskreyta á Garðyrkjuskólanum að Reykjum. Heidi hefur víðtæka reynslu sem blómaskreytir og leggur mikla áherslu á að vinna út frá umhverfisvænum sjónarmiðum en um leið að hugsa djarflega við alla sköpun. Heidi verður með námskeið fyrir nemendur á blómaskreytingabraut en síðan verður einnig í boði námskeið fyrir fólk sem vinnur við blómaskreytingar dagana 12.-13. apríl. Styrkur fékkst úr menntaáætlun Erasmus+ til að bjóða Heidi til landsins. Það ríkir mikil tilhlökkun meðal nemenda að fá að læra ný vinnubrögð. Ekki eru viðbrögð blómaskreyta síðri en frá þeim eru strax farnar að berast skráningar.
Lesa meira