30.11.2024
Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Það þýðir að skólastarf hefst á ný í FSu eftir helgi.
Lesa meira
28.11.2024
Dagana 22. - 24. nóvember var haldið námskeið í tráfellingum og grisjun með keðjusög á Hallormsstað á vegum Endurmenntunar Græna geirans hjá Garðyrkjuskólanum - FSu. Þetta er annað námskeiðið á Hallormsstað á þessu hausti því fullskipað var á námskeið sem haldið var í október og annað námskeið fylltist fljótt.
Búið er að auglýsa nýtt námskeið á Garðyrkjuskólanum á Reykjum í janúar 2025, dagana 21. - 23. janúar. Skráningar eru þegar farnar að berast svo áhugasamir ættu að hafa samband sem fyrst. Skráning fer fram með tölvupósti á gardyrkjuskolinn@fsu.is
Lesa meira
27.11.2024
Verkfall félagsmanna KÍ í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur staðið yfir í rúmar fjórar vikur.
Lesa meira
05.11.2024
Starfsmenn Garðyrkjuskólans/FSu á Reykjum hafa í haust unnið að uppsetningu athugunar í tilraunahúsi garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi þar sem leitast er við að fá upplýsingar um hentugt lýsingarmagn í vetrarræktun papriku í íslenskum gróðurhúsum. Að tilrauninni koma nokkrir aðilar, Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins (RML), Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) og Búgreinadeild garðyrkjubænda hjá Bændasamtökunum. Íslenskir paprikuræktendur áttu frumkvæði að verkefninu.
Lesa meira
04.11.2024
Vélvirkjadeild skólans er í góðu samtarfi við Gastec og Fossvélar varðandi vinnufatnað og verkfærapakka.
Lesa meira
29.10.2024
Verkfall félagsmanna KÍ í níu skólum hófst á miðnætti. FSu er einn þessara skóla.
Lesa meira
24.10.2024
Þann 11. október var haldinn fyrsti fundur skólanefndar með nýjum skólameistara.
Lesa meira
21.10.2024
Lifandi og virkt félagslíf nemenda í framhaldsskóla er ekki síður mikilvægara en námið. Sumir segja að það skipti meira máli. Eftir styttingu náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú dró úr virku félagslífi. Nú er komin reynsla á skerðinguna og nemendur laga sig að breyttum aðstæðum. Virkt félagslíf setur mark sitt á skólastarfið og kom það heldur betur í ljós í síðustu viku þegar GÓÐGERÐARVIKAN var haldin að frumkvæði nemenda.
Lesa meira
16.10.2024
Breytingar á gjaldskrá FSu voru samþykktar á skólanefndarfundi föstudaginn 11. október sl.
Lesa meira