Endurmenntun fyrir fagfólk í garðyrkju

Nemendur skoða tré
Nemendur skoða tré

Nú á vordögum býður Endurmenntun græna geirans upp á nokkur námskeið ætluð fyrir fagmenntaða garðyrkjufræðinga. Athyglinni verður beint að klippingu, umhirðu og áhættumati trjágróðurs. Einnig verður námskeið um forvarnir gegn gróðureldum.

Boðið er upp á tveggja daga námskeið í trjá og runnaklippingum dagana 17. og 18. febrúar. Á námskeiðinu verður fjallað um aðferðir við trjá- og runnaklippingar, bæði nýjar og gamlar. Einnig verður fjallað um lífsstarfsemi trjáa og muninn á heilbrigði þeirra í náttúrulegu umhverfi og borgarumhverfi. Hvernig bregst gróður við áreiti svo sem klippingum og hvernig er hægt að lágmarka skaða þegar tré eru snyrt.

Þann 4. mars verður síðan námskeið um klippingar á sígrænum gróðri. Hvernig best er að standa að því að fá sígrænan trjágróður til að njóta sín sem best.

Síðan verður boðið upp á dagsnámskeið í krónuklippingum á hávöxnum trjágróðri. Þetta námskeið verður haldið þann 24. mars. Þar verður farið yfir hvernig best er að standa að því að snyrta krónur trjáa og hvaða tæki og tól henta til verksins.

Námskeiðið Áhættumat trjáa verður haldið þann 20. mars. Þar verður farið ítarlega yfir helstu kvilla í trjám, varnarviðbrögð þeirra og heilbrigði. Einnig verður fjallað um hvernig meta má mögulega hættu sem stafar af trjám með það fyrir augum að koma í veg fyrir skaða á fólki og/eða eignum. Varnarviðbrögð trjáa verða skoðuð og hvernig þau bregðast við áreiti, skaða og klippingum. Seinni hluti námskeiðsins er verklegur þar sem tré verða skoðuð með tilliti til áhættumats. Nemendur læra að nota mismunandi matsaðferðir, muninn á ítarlegu áhættumati og sjónrænu mati á ástandi trjáa auk þess að skipuleggja inngrip í takt við niðurstöður matsins.

Þann 8. apríl verður haldið námskeiðið Forvarnir gegn gróðureldum. Þar verður farið yfir helstu atriði er varðar forvarnir gegn gróðureldum á skógræktarsvæðum og öðrum grænum svæðum.

Nánari upplýsingar um þessi námskeið og fleiri er að finna hér: https://www.fsu.is/is/namid/gardyrkjuskolinn-reykjum/gardyrkjuskolinn-namskeid

Skráning: tölvupóstur í gardyrkjuskolinn@fsu.is