KÓRFERÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR

Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands gerði sér ferð til Kaupmannahafnar í vetrarfríinu eftir miðjan febrúar síðastliðinn. Hátt í 30 meðlimir kórsins komu með og þess má geta að þetta er fyrsta ferð kórsins út fyrir landsteinana eftir endurvakningu hans. Fínasta veður tók á móti okkur í Danmörku. Aðeins var um rigningu en þá voru bara leigðar regnhlífar á hostelinu. Rölt var um Strikið, farið á Bláu plánetuna, næturlífið skoðað og Burger King heimsóttur þó nokkrum sinnum. Þá gerðum við okkur ferð á generalprufu fyrir Melodí Grand Prix þar sem Saba bar sigur úr bítum. Við íslensku kórfélagarnir stóðum fremst við sviðið og urðum ágætis vinir sviðstjórans. Hann endaði á því að hrósa okkur í hljóðnemann fyrir að hafa hlustað á eintómt bull í nokkra klukkutíma. Salurinn hló.

En ferðin var nú fyrst og fremst kórferð og í þeim erindagjörðum heimsóttum við kór Frederiksberg Gymnasium. Þar sungum við nokkur lög fyrir allan skólann og síðan tók við æfing með kórnum þeirra. Við vorum alveg hlessa á því hversu líkir Stefán kórstjórinn okkar og Sören kórstjórinn þeirra voru. Danirnir voru feyki ánægðir með okkur og hrósuðu kórnum þvílíkt. Eftir æfinguna var meðlimum beggja kóra skipt í litla hópa og sýndu Danirnir okkur skólann og síðan var haldið í bæinn þar sem ýmist var var borðað eða umhverfið skoðað. Kórinn kom svo tímanlega heim með stórt bros á vör. Frábær mórall og mörg vinasambönd urðu til. Spennandi tímar framundan. Vortónleikar í Skálholti og upptaka á lagi. Að lokum skal instagramsíðu kórsins auglýst sem er @korfsu

Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir.