Listasýning í upphafi árs

Eitt þeirra verka sem sýnd eru í Listagjánni í Bókasafni Árborgar.
Eitt þeirra verka sem sýnd eru í Listagjánni í Bókasafni Árborgar.

Árið og önnin byrja með hvelli í myndlistardeildinni en tekin hefur verið upp sú nýbreytni að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans og eru það nemendur í framhaldsáföngum sem fá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum. Það eru nemendur í módeláfanga á þriðja þrepi sem ríða á vaðið og sýna í Listagjánni á Bókasafni Árborgar 10. - 30. janúar.
Verkin eru unnin á haustönn 2019, þar sem fengist var við teikningu og túlkun mannslíkamans. Verkin eru unni út frá skissum af lifandi módeli þar sem staðan var frá litlum 2 mínútum yfir í 1 klukkustund. Um er að ræða allt frá vönduðum teikningum yfir í krot og blindteikningar. Þurfti að nota mismunandi aðferðir undir áhrifum frá listasögunni, ýmsum tímabilum og landsvæðum. Við hvetjum ykkur til að kíkja í Listagjána í janúar. Meðfylgjandi mynd er hluti af þessari sýningu.