ALLTAF ÖFLUG NÁMSRÁÐGJÖF VIÐ FSu

Alla tíð hefur verið lögð mikil rækt við námsráðgjöf í FSu en í henni felst stuðningur við nám nemenda. Þær Agnes Ósk Snorradóttir, Anna Fríða Bjarnadóttir og Bjarney Sif Ægisdóttir gegna þessum störfum af miklum krafti í dagskólanum. Starfstöðvar þeirra eru á þriðju hæð í Odda. Þær vilja vekja athygli á hinni nýlega innréttuðu vinnustofu fyrir nemendur sem er sérlega hlýleg og falleg í rýminu fyrir framan stofu 201. Þar eru þær með aðstoð við nemendur á miðvikudögum frá klukkan 12.10 til 13.10. SJÁ meðfylgjandi auglýsingu. Einnig er vakin athygli á ókeypis stoðtímum í stærðfræði á vegum stærðfræðideildar sem fram fara klukkan 15.00 í stofu 201 frá og með miðvikudeginum 1. september. SJÁ meðfylgjandi auglýsingu. Nemendur,  foreldrar og kennarar eru hvattir til að nýta sér þessa aðstoð og þessa aðstöðu.

Auðvelt er að fylgjast með starfi námsráðgjafanna á FB síðu þeirra á: https://www.facebook.com/nosfsu

 

 

jöz.